Nýr dagur - ný tækifæri!
29.3.2009 | 09:16
Þá er runninn upp enn einn náðardagurinn í lífi okkar. Þessi dagur er eins og aðrir óskrifað blað og nú er það okkar að skrifa eitthvað fallegt á blaðið okkar. Þessi dagur er nefnilega - eins og allir dagar - fullur af tækifærum og áskorunum. Og eins og góður vinur minn sagði svo snilldarlega einu sinni "þú nærð alltaf árangri". Þetta er svo mikið rétt. Ef ég ákveð núna í upphafi dags að láta mér liða illa í dag þá mun ég ná frábærum árangri við það. Ef ég hins vegar ákveð að láta mér líða vel í dag og njóta alls þess góða sem dagurinn ber í skauti sér þá mun ég ná frábærum árangri við það.
Ég hef sem sagt ákveðið að ná frábærum árangri við að láta mér líða vel í dag. Og núna tek ég mér orð Páls postula í munn og segi við þig "gerðu eins og ég!" Alla vega í þessum efnum
Njóttu lífsins - það er Guðs gjöf til þin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagsmorgnar!
28.3.2009 | 09:16
Ég elska lífið og það að vera til! Ég nýt hvers dags og er afar þakklátur fyrir að hafa vinnu og í nógu að snúast. Samt verð ég að segja að laugardagsmorgnar heima á sveitasetrinu okkar eru ómetanlega yndislegir.
Það hefur verið mikið um að vera hjá mér enda má segja að ég sé í tveimur störfum, launaðir vinnu hjá Samhjálp og síðan mikilli vinnu fyrir Mozaik. Þannig hafa síðustu helgar verið ásetnar og langt síðan ég átti laugardagsmorgun í rólegheitunum. Það verður reyndar nóg að gera hjá okkur í dag því að Elin Rut (12 ára) er að keppa á fimleikamóti í Þorlákshöfn í dag og þegar við erum búin að fylgjast með henni brunum við Kata mín inní borgina til að kveðja Betu mágkonu sem er að flytja aftur út til Germaníu eftir ársdvöl á Íslandi. Strax þar af loknu er síðan árshátíð í vinnunni hennar Kötu sem við förum í.
Njótið lífsins vinir - það er svo dýrmæt Guðs gjöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spakmæli
21.2.2009 | 11:08
Góða peninga á ekki að nota til að borga slæmar skuldir!
Annars er ég einn heima þessa stundina sem er afar óvenjulegt. Hér á sveitasetrinu er stöðugt fjör og skemmtilegheit og ég er afar þakklátur fyrir það. Það er hins vegar mjög sjaldgæft að ég sé einn með húsið og eins og ég elska allt umstangið sem hér ríkir dags daglega er yndislegt að vera einn í kyrrð og ró inná milli. Kata mín og Thea fóru með Theodór Ísak að horfa á Elínu Rut keppa í fimleikum og þar sem Kata telur að ég sé lasinn fékk ég þá tilskipun að vera heima og hvíla mig. Það þurfti reyndar ekki að dekstra mig til þess
Njótið lífsins vinir - það er of stutt til að eyða því í vanlíðan og vandræði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kótelettuklúbbur
8.2.2009 | 09:04
það hefur verið gestkvæmt hér á sveitasetrinu um helgina. Á föstudagskvöld var Kata með saumaklúbb en Kata var ein af þeim sem stofnaði þann klúbb fyrir tæpum tuttugu árum og þær hittast ennþá einu sinni í mánuði og eiga góðan tíma saman. Í gærkvöldi var síðan röðin komin að mér að hýsa Kótelettuklúbbinn en í honum erum 8 bráðskemmtilegir vinir mínir og við hittumst alltaf fyrsta laugardag í mánuði til að borða kótelettur. Það eru mjög strangar reglur um hvernig á að matreiða letturnar en þar sem mikil meirihluti meðlima í klúbbnum eru undir eftirliti hjartasérfræðinga er því miður ekki hægt að gefa upp aðferðafræðina hér á veraldarvefnum. En ég get sagt ykkur að þetta er FERLEGA FRÁBÆR AÐFERÐ ef litið er til bragsins. Báðar þessar uppákomur um helgina tókust mjög vel. það er mikið ríkidæmi að eiga góða vini. Í dag förum við síðan í kirkju í Mozaik eins og alla sunnudaga.
Það var líka stór helgi hjá Birgir Steini syni mínum um helgina. Hann var að spila á stóru móti með Jesus Culture. Ég hef ekki vit á tónlist en þeir sem þekkja til segja þetta frábært tækifæri fyrir hann og staðfesti enn einu sinni hvað hann er góður bassaleikari.
Hér er myndband frá Jesus Culture móti sem haldið var í fyrra.
Lífið er sannarlega ljúft og ég er ákveðinn í að njóta þess!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góður dagur að baki!
2.2.2009 | 23:13
Þá er enn einn góður dagur að baki og ég er bara nokkuð þreyttur! En það er til góð þreyta þegar maður leggst til hvíldar og er sáttur við dagsverkið. Það hefur verið nokkuð annríkt hjá mér í dag en þannig vil ég reyndar hafa það.
Helgin okkar Kötu var YNDISLEG! Á laugardaginn var áttum við 22 ára brúðkaupsafmæli og að vanda var haldið uppá það með rómantískri helgarferð. Að þessu sinni fórum við á Hótel Flúðir og vorum þar frá föstudegi til sunnudags og nutum þess að eiga tíma og athygli hvors annars án nokkurs utanaðkomandi truflunar. Við höfum notið þess að eiga hvort annað og standa saman í blíðu og stríðu frá því að við fyrst fléttuðum fingrum okkar saman fyrir hart nær aldarfjórðungi. Þessi ár hafa verið okkur góð og ég hef notið hvers dags. Lífið með Kötu minni er ævintýri líkast og hver dagur er sérstök blessun frá Guði. Tíminn hefur sannarlega flogið áfram og mér finnst við ekki hafa elst neitt frá því að við byrjuðum saman. Það er sagt að góður maki sjái mann ennþá eins og maður heldur að maður líti út. Kata mín lætur mér líða eins og ég sé enn ungur og ferskur og þó að ég eigi bæði spegil og baðvigt þá vel ég að trúa henni og njóta þess. Hún er að sjálfsögðu eins og gott vín - verður betri með hverju árinu!
Hamingjan er hins vegar, eins og Erla systir mín segir alltaf, ferðalag en ekki endastöð. Ferðalag okkar Kötu minnar hefur verið afar hamingjuríkt, bæði þegar vel hefur gengið og þegar skóinn hefur þrengt. Þar gildir að viðhorf okkar er það sem mestu skiptir.
Njótið lífsins vinir - það er fullt af yndislegum tækifærum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fáránleg hegðun
21.1.2009 | 21:34
Þið eruð öll rekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.1.2009 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef ég ætti....
21.1.2009 | 00:30
Ef ég ætti egg, þá fengi ég mér egg og beikon ef ég ætti beikon....
Reynið að toppa þennan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nafni minn 6 mánaða í dag
19.1.2009 | 18:32
Í dag eru 6 mánuðir síðan ég fékk nafnbótina AFI. Tíminn er sannarlega fljótur að líða. Það er helst til frásagnar að við höfum báðir nafnarnir notið þess í botn að eiga hvorn annan Ég er alltaf jafn heillaður af litla krílinu og finnst hann algjört æði. Hann er alltaf svo glaður og kátur...nema þegar hann er svangur. Við eigum sem sagt meira sameiginlegt en nafnið... Thea mín er líka að blómstra í sinu nýja hlutverki sem móðir og við Kata mín erum svo þakklát fyrir að fá að hafa þau heima hjá okkur.
Það er eins með okkur Kötu og aðra að hin einu sönnu verðmæti sem við eigum eru börnin okkar. Það er því gleðilegra en nokkur orð fá lýst að sjá öll börnin sín blómstra og njóta þess að vera til. Fyrir það er ég Guði afar þakklátur. Slíkt er ekki sjálfgefið!
Það má því með sanni segja að lífið leiki við mig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkoma í dag
18.1.2009 | 10:30
Mikið er innilega gott að komast heim eftir ferðalög. Ferðin vestur gekk vel og það fór ágætlega um mig á hótelinu í Hólminum - en það er ekkert eins gott og að vera heima! Kata mín beið eftir mér í gærkvöldi með góðan mat eins og henni var líkt. Við áttum svo notalega kvöldstund fjölskyldan með ropvatn og popp og horfðum á bíómynd. Myndin var ekkert sérstök enda finnst mér kvikmyndagerð vera frekar slappa núorðið og fáar myndir sem grípa mig. Kannski hafa myndirnar ekkert breyst, ef til vill er það bara ég sem hef breyst. En það var samt yndislegt að sitja með fólkinu sínu og njóta samfélagsins.
Í dag er stefnan sett á kirkju eins og alla sunnudaga. Samkoman okkar í Mozaik byrjar kl. 14:00 og þar er alltaf mikið fjör. Vinur minn Halldór Lárusson er að predika í dag og það er enginn svikinn af hans kennslu.
Njótið lífsins vinir - það er of stutt til að eyða því í vonbrigði og víl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalag og fundarhöld
16.1.2009 | 15:06
Það hefur löngum verið um mig sagt að ég sé fundvís maður. Ekki þó í þeim skilningi að ég finni auðveldlega það sem er týnd. Með fundvísi minni er vísað til þess hversu marga og mismundandi fundi ég þarf að sitja. Einn langur fundur er framundan á morgun og er hann vestur á Stykkishólmi. Þar munu prestar Hvítasunnukirkjunnar hittast um helgina og funda stíft. Ég fer með þeim vinum mínum Heiðari í Samhjálp og Halldór í Mozaik í Ameríska lúxusjeppanum hans Heiðars. Ég bauð þeim Volvoinn minn en þeim leist ekki vel á það, samt er hann kominn úr viðgerð. Heiðar talaði um þann sænska sem aflóga dós en ég minnti hann á að ég er bara svo líkur Jesú. Hann reið ekki á glæstum fola inn í Jerúsalem forðum heldur fékk sér far með asna, og ég geri eins og hann. Ekki það að ég hafi fengið far með asna, heldur er ég á einföldu og ódýru farartæki! Reyndar er ég dauðfeginn að fá far í bílnum hans Heiðars enda bílinn mjög þægilegur og Heiðar þaulvanur keyrari.
Njótið lífsins vinir - það er gjöf frá Guði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)